Sinna eftirmálum eldgossins

Aska olli töluverðum usla í og við Kirkjubæjarklaustur. Myndin sýnir …
Aska olli töluverðum usla í og við Kirkjubæjarklaustur. Myndin sýnir sauðfé á öskuþöktu túni við Kirkjubæjarklaustur. mbl.is

Þjónustumiðstöð almannavarna á Kirkjubæjarklaustri tók til starfa síðastliðinn föstudag.  

Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að meginverkefni þjónustumiðstöðvarinnar sé að sinna eftirmálum eldgossins í Grímsvötnum sem snúi að íbúum, sveitarfélögum og uppbyggingarstarfi. 

Þjónustumiðstöðin er staðsett í grunnskólanum á Klaustri og er opin öllum þeim sem þurfa aðstoð eða upplýsingar vegna eldgossins.  Þjónustumiðstöðin verður virk eins lengi og þurfa þykir en frá og með mánudeginum 30. maí verður viðvera frá kl.10:00-13:00.

Hægt er að ná sambandi við fulltrúa þjónustumiðstöðvarinnar í síma 847 5715 og með tölvupósti í netfangið adstod.klaustur@gmail.com

Hægt að ná sambandi við fulltrúa þjónustumiðstöðvarinnar í ofangreindu símanúmeri utan viðverutíma.

Gosstöðvarnar í Grímsvötnum
Gosstöðvarnar í Grímsvötnum mbl.is/Björn Oddsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert