Ávísuðu lyfjum fyrir 160 milljónir

Listi yfir þá 24 lækna, sem ávísuðu mestu magni af rítalíni og concerta á árinu 2009 sýnir, að þeir fimm sem ávísuðu mestu ávísuðu lyfjum fyrir yfir 160 milljónir króna. Þetta kom fram í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld.

Fram kom að Álfheiður Ingadóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, óskaði eftir að tekjar yrðu saman upplýsingar um notkun á lyfjum sem innihalda metýlfenídat en meðal þeirra eru fyrrgreind lyf. 

Kastljós birti upplýsingar úr þessum lista. Sá sem ávísaði mestu var Grétar Sigurbergsson, geðlæknir, en hann ávísaði rúmlega 214 þúsund skilgreindum dagskömmtum af metýlfenídatlyfjum. Þessu magni ávísaði Grétar til 372 einstaklinga með 1511 lyfseðlum. Verðmæti lyfjanna var 72 milljónir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert