Ísland með bestu ráðstefnulöndum

Snæfellsjökull.
Snæfellsjökull. mbl.is/RAX

Ísland er á lista samtakanna Great Hotels of the World yfir staði sem spáð er mestum vinsældum á árinu 2011 og á næstu árum sem áfangastaðir fyrir ráðstefnur og hvataferðir.

Þetta kemur fram á vef iðnaðarráðuneytisins. Segir þar að eftir nokkurn samdrátt í þessum geira í kjölfar efnahagshrunsins sé gert ráð fyrir góðum vexti á næstu árum.

Að mati Great Hotels of the World býr Ísland yfir óviðjafnanlegum kostum fyrir hvataferðir og ráðstefnur. Hér sé fyrsta flokks fundaraðstaða og þegar við bætast heitar laugar, eldfjöll, jöklar, gljúfur, jeppaferðir um hálendið, hundasleðaferðir og rík menning þá sé Ísland á heimsmælikvarða.

Listinn er eftirfarandi:

  1. Svartfjallaland
  2. Króatía
  3. Suður-Afríka
  4. Indland
  5. Portúgal (Lissabon)
  6. Tyrkland
  7. Grísku eyjarnar
  8. Ísland
  9. Sardinía
  10. Suður-Kórea (Seoul)

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka