Tillaga um úrsögn úr Nató

Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. FABRIZIO BENSCH

Þing­menn VG hafa lagt fram til­lögu til þings­álykt­un­ar á Alþingi um að Ísland segi sig úr Atlants­hafs­banda­lag­inu.

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unn­ar er Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir. Þeir þrír þing­menn sem sögðu sig úr þing­flokki í vet­ur standa að til­lög­unni með þing­mönn­um VG.


„Ísland gekk í Atlants­hafs­banda­lagið þegar kalda stríðið var í al­gleym­ingi og heims­mynd­in dreg­in skörp­um skil­um milli tveggja and­stæðra fylk­inga. Stór­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in, standa nú ekki leng­ur með vopna­búr sín hvort á móti öðru held­ur hafa hags­muna- og hernaðarátök á heimsvísu tekið á sig gjör­breytta mynd.
Atlants­hafs­banda­lagið hef­ur einnig tekið mikl­um breyt­ing­um í tím­ans rás en þó ekki með þeim hætti sem eðli­legt hefði verið í ljósi breyttr­ar skip­an­ar heims­mála. Í stað þess að slíðra sverðin í þágu friðar við lok kalda stríðsins hef­ur Nató farið í út­rás með gríðarlegri hernaðar­upp­bygg­ingu um víða ver­öld.
Banda­lagið er löngu hætt að skil­greina sig sem ein­ung­is banda­lag um sam­eig­in­leg­ar varn­ir aðild­ar­ríkja. Í stað þess að horfa til beinn­ar árás­ar á eitt­hvert aðild­ar­ríkja banda­lags­ins, og skuld­bind­ing­ar annarra aðild­ar­ríkja að hrinda slíkri árás, er nú litið á meinta ógn við ein­stök aðild­ar­ríki sem ógn og jafn­vel árás á önn­ur. Með túlk­un banda­lags­ins á ógn við ör­yggi um víða ver­öld fylg­ir nær opin heim­ild um hernaðarí­hlut­un, enda beit­ir Nató sér um heim all­an í mun rík­ari mæli en áður. Sú hefð hef­ur nú fest sig í sessi að Atlants­hafs­banda­lagið taki við her­leiðöngr­um og stríðsbrölti for­ustu­ríkja sinna. Má færa fyr­ir því sterk rök að banda­lagið sé her­skárra og háska­legra en nokkru sinni fyrr,“ seg­ir í grein­ar­gerð með til­lög­unni.

Þings­álykt­un­ar­til­laga VG

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert