Tóbak verði bara selt í apótekum

Í tillögunni er lagt til að reykingar undir stýri bifreiða …
Í tillögunni er lagt til að reykingar undir stýri bifreiða verði bannaðar. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Níu þing­menn úr öll­um flokk­um leggja til í þings­álykt­un­ar­til­lögu um að vel­ferðarráðherra vinni 10 ára aðgerðaáætl­un um tób­aksvarn­ir
þar sem sala á tób­aki verði tak­mörkuð við apó­tek.

Í grein­ar­gerð segja þing­menn­irn­ir að aðgerðirn­ar bein­ist ekki gegn reyk­inga­fólki. „Þeir sem reykja og geta ekki, eða vilja ekki, hætta fá aðgengi að tób­aki háð ákveðnum skil­yrðum eft­ir að tób­ak hef­ur verið tekið úr al­mennri sölu. Aðgengi að tób­aki yrði tak­markað í áföng­um á tíma­bil­inu. Sölu yrði hætt í þrep­um, svo sem í ná­lægð skóla, í mat­vöru­versl­un­um, sölut­urn­um, á bens­ín­stöðvum o.s.frv. Þannig yrði tób­ak ein­ung­is selt í apó­tek­um í lok tíma­bils­ins,“ seg­ir þar.

Bannað að reykja á svöl­um fjöl­býl­is­húsa

Einnig leggja flutn­ings­menn­irn­ir til að gripið verði til ým­issa tak­mark­ana á hvar neyta má tób­aks í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni:

„Stefna þarf að því að af­nema reyk­ing­ar á al­manna­færi. Veru­leg­ur ár­ang­ur hef­ur náðst eð því að fækka stöðum þar sem tób­aksneysla er leyfi­leg. Fá ár eru síðan reykt var í flug­vél­um, rút­um og kvik­mynda­hús­um, at­hæfi sem væri óhugs­andi í dag enda ástand sem fáir ef nokkr­ir vilja snúa til baka til. Þó að efa­semdaradd­ir hafi heyrst þegar slík­ar regl­ur hafa verið sett­ar hef­ur fljótt náðst góð sátt um þær, einnig meðal lang­flestra reyk­inga­manna. Áfram þarf að vinna að slík­um tak­mörk­un­um í góðri sátt lands­manna og að stíga næstu skref til að vernda þá sem ekki reykja.

  • Reyk­ing­ar verði óheim­il­ar á lóðum op­in­berra bygg­inga, á gang­stétt­um, í al­menn­ings­görðum og á baðströnd­um. Nefna má að nú þegar er t.d. bannað að reykja í Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðinum.
  • Reyk­ing­ar und­ir stýri verði, líkt og farsíma­notk­un, óheim­il­ar og reyk­ing­ar verði óheim­il­ar í bíl­um þar sem eru börn und­ir 18 ára aldri.
  • Reyk­ing­ar verði óheim­il­ar á svöl­um fjöl­býl­is­húsa og op­in­berra bygg­inga. Þeir sem búa í fjöl­býli beri ábyrgð á því að reyk­ur­inn ber­ist ekki í íbúðir annarra eða í al­mennt rými. Vernda þarf starfs­menn sem enn eru út­sett­ir fyr­ir óbein­um reyk­ing­um, svo sem fanga­verði, starfs­menn vistheim­ila og þá sem þjóna í reyk­her­bergj­um, t.d. í flug­höfn.
  • Reyk­ing­ar verði óheim­il­ar í nær­veru þungaðra kvenna og barna vegna eiturá­hrifa óbeinna reyk­inga,“ seg­ir í til­lög­unni.

Þing­menn­irn­ir sem standa að þings­álykt­un­ar­til­lög­unni eru: Siv Friðleifs­dótt­ir, Þuríður Backm­an, Ásta R. Jó­hann­es­dótt­ir, Árni Johnsen, Mar­grét Tryggva­dótt­ir, Álf­heiður Inga­dótt­ir, Þór Sa­ari, Ólína Þor­varðardótt­ir og Eygló Harðardótt­ir.

Til­lag­an í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert