Umræða hafin um kvótafrumvörpin

Jón Bjarnason mælti fyrir sjávarútvegsfrumvörpum sínum á Alþingi í dag.
Jón Bjarnason mælti fyrir sjávarútvegsfrumvörpum sínum á Alþingi í dag.

Umræða er nú hafin á Alþingi um annað af tveimur frumvörpum um breytingar á stjórn fiskveiða. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir minna frumvarpinu sem kveður m.a. á um breytingar á aflamarki strandveiða,  veiðigjald og fleira.

Á þingfundi í morgun voru samþykkt afbrigði svo taka mætti sjávarútvegsfrumvörpin á dagskrá og einnig var samþykkt með 24 atkvæðum gegn 22 tillaga þingforseta um tilhögun þingfunda þar sem gert er ráð fyrir kvöldfundi á Alþingi. 22 þingmenn eru nú á mælendaskrá við umræðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert