Útihús í ljósum logum

Slökkviliðsmenn í Laxholti í Mýrarsýslu í kvöld.
Slökkviliðsmenn í Laxholti í Mýrarsýslu í kvöld. mbl.is / Birna Konráðsdóttir

Hlaða og fjárhús við bæinn Laxholt í Mýrasýslu standa nú í ljósum logum og er allt tiltæki slökkvilið Borgarbyggðar á staðnum að berjast við eldinn. Þakið á fjósinu er fallið niður vegna eldsins en ekki er talið að önnur hús á bænum séu í hættu að sögn lögreglu.

Þá liggur ekki fyrir á þessari stundu hvað olli brunanum né hvernig ástatt er um þau húsdýr sem voru inni í fjárhúsunum. Óttast er að einhver dýr hafi  brunnið inni en ekki er enn ljóst hversu mörg kunna að hafi hlotið þau örlög.

Á bænum er stunduð sauðfjárrækt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert