Vilja fund í allsherjarnefnd um lyfjamálið

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is / Ómar Óskarsson

Þingmennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson óskuðu eftir því í dag að boðað yrði til fundar í allsherjarnefnd Alþingis um mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja í umferð í undirheimum landsins. Báðir eiga þeir sæti í nefndinni.

Á heimasíðu sinni í kvöld segir Sigurður Kári að undir venjulegum kringumstæðum væri eðlilegt að slíkt mál væri tekið fyrir í heilbrigðisnefnd þingsins. Hins vegar hafi nú komið fram sterkar vísbendingar um að umfang vandamálsins sé slíkt að það eigi erindi við allsherjarnefnd.

„Þar sem hugsanlegt er að þeir sem bera ábyrgð á umfangi lyfseðilsskyldra lyfja í undirheimum landsins geti hafa bakað sér refsiábyrgð og að tengsl geti verið við aðra brotastarfsemi óskuðum við eftir því að nefndin yrði kölluð saman til þess að ræða m.a. umfang vandans og ástæður hans, en ekki síður til þess að fá útskýringar á því hvernig hægt er að bregðast við honum með árangurríkum hætti,“ segir Sigurður Kári.

Hann segir að óskað hafi verið eftir því að landlæknir yrði boðaður til fundarins auk forsvarsmanna SÁÁ, fíkniefnalögreglunnar og tollgæslunnar.

Heimasíða Sigurðar Kára Kristjánssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka