Vilja fund í allsherjarnefnd um lyfjamálið

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is / Ómar Óskarsson

Þing­menn­irn­ir Sig­urður Kári Kristjáns­son og Birg­ir Ármanns­son óskuðu eft­ir því í dag að boðað yrði til fund­ar í alls­herj­ar­nefnd Alþing­is um mikið magn lyf­seðils­skyldra lyfja í um­ferð í und­ir­heim­um lands­ins. Báðir eiga þeir sæti í nefnd­inni.

Á heimasíðu sinni í kvöld seg­ir Sig­urður Kári að und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum væri eðli­legt að slíkt mál væri tekið fyr­ir í heil­brigðis­nefnd þings­ins. Hins veg­ar hafi nú komið fram sterk­ar vís­bend­ing­ar um að um­fang vanda­máls­ins sé slíkt að það eigi er­indi við alls­herj­ar­nefnd.

„Þar sem hugs­an­legt er að þeir sem bera ábyrgð á um­fangi lyf­seðils­skyldra lyfja í und­ir­heim­um lands­ins geti hafa bakað sér refsi­á­byrgð og að tengsl geti verið við aðra brot­a­starf­semi óskuðum við eft­ir því að nefnd­in yrði kölluð sam­an til þess að ræða m.a. um­fang vand­ans og ástæður hans, en ekki síður til þess að fá út­skýr­ing­ar á því hvernig hægt er að bregðast við hon­um með ár­ang­ur­rík­um hætti,“ seg­ir Sig­urður Kári.

Hann seg­ir að óskað hafi verið eft­ir því að land­lækn­ir yrði boðaður til fund­ar­ins auk for­svars­manna SÁÁ, fíkni­efna­lög­regl­unn­ar og toll­gæsl­unn­ar.

Heimasíða Sig­urðar Kára Kristjáns­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert