25 þúsund á vanskilaskrá

Van­skil hafa stór­auk­ist frá hruni. Í lok apríl voru tæp­lega 25 þúsund ein­stak­ling­ar á van­skila­skrá og hef­ur sá fjöldi farið hratt vax­andi sl. mánuði eða um rúm­an þriðjung síðan í mars 2009. 

Þetta kem­ur fram í skýrslu Seðlabank­ans um fjár­mála­stöðug­leika, sem birt var nú síðdeg­is. Þar seg­ir, að fjár­hæð van­skila hjá heim­il­um sé nú um 11% af heild­ar­út­lán­um stærstu viðskipta­bank­anna þriggja til heim­ila. Í heild nema út­lán í van­skil­um 21% af heild­ar­út­lán­um til heim­ila og hef­ur hlut­fallið lítið breyst sl. mánuði.

Gjaldþrot­um og ár­ang­urs­laus­um fjár­nám­um ein­stak­linga hef­ur  fjölgað veru­lega. Þau voru rúm­lega 3400 árið 2009, um 4400 árið 2010 og fyrstu mánuðir árs­ins 2011 benda til þess að þau gætu orðið 9000 á þessu ári.

Seðlabank­inn seg­ir, að á sama tíma hafi fjöldi gjaldþrota­úrsk­urða ein­stak­linga lítið breyst og sé fjöld­inn á ári ekki nema um þriðjung­ur af því sem var í upp­hafi ald­ar­inn­ar. Gjaldþrot ein­stak­linga voru 112 árið 2009, 139 árið 2010 og stefna í að verða um 150 á þessu ári miðað við fyrstu fjóra mánuði árs­ins.

Seg­ir bank­inn, að birt­ing­ar­mynd auk­inna van­skila sé mik­il fjölg­un ár­ang­urs­lausra fjár­náma, sem kunni í ein­hverj­um til­vik­um að skýr­ast af aukn­um  inn­heimtuaðgerðum. Vís­bend­ing­ar séu um að inn­heimtu sé í mörg­um til­vik­um lokið með ár­ang­urs­lausu fjár­námi.

Tæp­ur helm­ing­ur lána í van­skil­um er þegar kom­inn í inn­heimtu eða gjaldþrot, um 8% eru í end­ur­skipu­lagn­ing­ar­ferli og um af­gang­inn af þess­um lán­um rík­ir
meiri óvissa.

Íbúðalána­sjóður á 1069 íbúðir

Fram kem­ur í skýrsl­unni, að van­skil lánþega Íbúðalána­sjóðs hafi farið vax­andi en lán í meira en 90 daga van­skil­um námu um 73 millj­örðum í lok síðasta árs eða 9,7% af heild­ar­út­lán­um.

Þá hef­ur fast­eign­um í eigu sjóðsins fjölgað mikið. Í lok des­em­ber sl. átti Íbúðalána­sjóður 1069 íbúðir til fulln­ustu krafna borið sam­an við 347 íbúðir í árs­lok 2009. Bók­fært  verð fast­eigna til sölu nam um 15 millj­örðum í árs­lok en tæp­lega þriðjung­ur þeirra er í út­leigu.

Ritið Fjár­mála­stöðug­leiki

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert