Fjórir fluttir í skýrslutöku

mbl.is/Ómar

Um 30 starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafa í dag tekið þátt í aðgerðum í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á ráðstöfun fjármuna VÍS vátryggingafélags. Einnig hafa lögreglumenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu tekið þátt. 

Húsleitir fóru fram á tveimur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir  einstaklingar voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. Yfirheyrslur hófust í morgun og búist við að þær standi fram á kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara er  m.a. til rannsóknar fjöldi lánveitinga til ýmissa félaga og aðila á árunum 2007-2009. Grunur er um meint brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum vátryggingafélagsins og brot á lögum um vátryggingastarfsemi.

Embættið segir, að um sé að tefla verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda tilvika. Málinu var vísað til embættis sérstaks saksóknara með kæru frá Fjármálaeftirlitinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Heimir Lárusson Fjeldsted: Grugg
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert