„Þeir geta ekki mótmælt því að þeir undirrituðu og féllust á að leitað yrði leiða til að lífeyrissjóðir og bankar fjármögnuðu sérstöku vaxtaniðurgreiðsluna, sem er hluti af sértæku skuldaaðgerðunum.“
Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í Morgunblaðinu í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Landssamtök lífeyrissjóða segja í umsögn sinni um frumvarp um aðgerðir í ríkisfjármálum að ekkert samkomulag sé til um eignaskatt á sjóðina til að fjármagna vaxtaniðurgreiðsluna, enda myndu stjórnendur sjóðanna aldrei vera tilbúnir að semja um slíka skattlagningu. Annað séu alvarlegar rangfærslur.