Húsleit hjá VÍS

mbl.is/Eggert

Embætti sér­staks sak­sókn­ara hef­ur gert hús­leit í höfðuðstöðvum VÍS. Seg­ir fyr­ir­tækið, að hús­leit­in hafi verið gerð í kjöl­far rann­sókn­ar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á til­tekn­um lán­veit­ing­um út úr fé­lag­inu á ár­un­um 2007–2009.

Starfs­fólk fé­lags­ins vinn­ur með embætt­inu að gagna­öfl­un­inni. Í síðustu viku lét  Guðmund­ur Örn Gunn­ars­son af störf­um sem for­stjóri fé­lags­ins í fram­haldi af  út­tekt Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á starf­semi og viðskipta­hátt­um VÍS í tíð eldri stjórna frá ár­inu 2008.

Í til­kynn­ingu frá VÍS í dag seg­ir, að rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara muni ekki hafa nein áhrif á dag­leg­an rekst­ur VÍS. Fé­lagið standi traust­um fót­um en í lok fyrsta árs­fjórðungs 2011 hafi eign­ir fé­lags­ins verið um 39 millj­arðar króna. Tæp­lega helm­ing­ur þeirra eru verðbréf með ábyrgð rík­is­ins, eða um 16 millj­arðar.

Inni­stæður námu 4,7 millj­örðum  og verðbréf skráð á reglu­leg­um verðbréfa­markaði námu um 4,5 millj­örðum króna.   


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert