Húsleit hjá VÍS

mbl.is/Eggert

Embætti sérstaks saksóknara hefur gert húsleit í höfðuðstöðvum VÍS. Segir fyrirtækið, að húsleitin hafi verið gerð í kjölfar rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum lánveitingum út úr félaginu á árunum 2007–2009.

Starfsfólk félagsins vinnur með embættinu að gagnaöfluninni. Í síðustu viku lét  Guðmundur Örn Gunnarsson af störfum sem forstjóri félagsins í framhaldi af  úttekt Fjármálaeftirlitsins á starfsemi og viðskiptaháttum VÍS í tíð eldri stjórna frá árinu 2008.

Í tilkynningu frá VÍS í dag segir, að rannsókn sérstaks saksóknara muni ekki hafa nein áhrif á daglegan rekstur VÍS. Félagið standi traustum fótum en í lok fyrsta ársfjórðungs 2011 hafi eignir félagsins verið um 39 milljarðar króna. Tæplega helmingur þeirra eru verðbréf með ábyrgð ríkisins, eða um 16 milljarðar.

Innistæður námu 4,7 milljörðum  og verðbréf skráð á reglulegum verðbréfamarkaði námu um 4,5 milljörðum króna.   


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert