Íslandi ber skylda til að innleiða ESB-gerðir

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins. reuters

Stefán Már Stef­áns­son, pró­fess­or í Evr­ópu­rétti við laga­deild Há­skóla Íslands, seg­ir það í raun engu skipta hver afstaða rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé til Evr­ópu­sam­bands­ins þegar komi að lög­fest­ingu ESB-gerða.

Atli Gísla­son, óháður þingmaður Vinstri grænna, hef­ur sagt að mögu­lega sé verið að inn­leiða fleiri ESB-reglu­gerðir en þörf sé á vegna EES-samn­ings­ins. Þannig sé smám sam­an verið að laga Ísland að reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Það fer bara eft­ir því hve marg­ar gerðir eru á ferðinni og hverju er verið að breyta,“ seg­ir Stefán Már. Í frétta­skýr­ingu um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ist hann ekki vita til þess að Íslend­ing­ar hafi tekið upp fleiri gerðir en nauðsyn­legt sé til að upp­fylla EES-samn­ing­inn en hugs­an­lega sé stund­um of rúm túlk­un lögð til grund­vall­ar því hvað falli inn­an samn­ings­ins.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert