Íslandi ber skylda til að innleiða ESB-gerðir

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins. reuters

Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands, segir það í raun engu skipta hver afstaða ríkisstjórnarinnar sé til Evrópusambandsins þegar komi að lögfestingu ESB-gerða.

Atli Gíslason, óháður þingmaður Vinstri grænna, hefur sagt að mögulega sé verið að innleiða fleiri ESB-reglugerðir en þörf sé á vegna EES-samningsins. Þannig sé smám saman verið að laga Ísland að regluverki Evrópusambandsins.

„Það fer bara eftir því hve margar gerðir eru á ferðinni og hverju er verið að breyta,“ segir Stefán Már. Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist hann ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið upp fleiri gerðir en nauðsynlegt sé til að uppfylla EES-samninginn en hugsanlega sé stundum of rúm túlkun lögð til grundvallar því hvað falli innan samningsins.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert