Samkvæmt niðurstöðum evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD 2011 er
neysla 15 – 16 ára unglinga á hassi og marijúana svipuð og hún var fyrir sextán árum. Árið 1995 höfðu 10% unglinga á þessum aldri prófað kannabisefni en 11% árið 2011.
Mest mældist neyslan 15% árið 1999 en minnst 9% árið 2007.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri forvarna við Háskólans á Akureyri, sem sér um framkvæmd og úrvinnslu ESPAD rannsóknarinnar á Íslandi
Aðgengi 15 – 16 ára unglinga á hassi og marijúana mælist nú jafnframt svipað og fyrir sextán árum. Vorið 1995 töldu 41% unglinganna útilokað að það væri erfitt eða útilokað fyrir þá að verða sér úti um slík efni ef þau vildu en 11% að það væri mjög auðvelt. Vorið 2011 töldu 42% að það vær það væri erfitt eða útilokað en 12% að það væri mjög auðvelt.
Mest mældist aðgengi íslenskra unglinga að kannabisefnum árið 1999 þegar 24% töldu mjög erfitt eða útilokað að verða sér úti um hass eða marijúana en minnst árið 2007 þegar 44% nemenda í 10. bekk töldu slíkt erfitt eða útilokað.