Jón Gnarr, borgarstjóri, tók í dag við fimmtíu japönskum kirsuberjatrjám frá forseta Japansk-íslenska félagsins, Yoshihiko Wakita, í Hljómskálagarðinum í dag.
Trén fimmtíu tákna samanlagðan aldur Japansk-íslenska félagsins, sem er tuttugu ára, og Íslensk-japanska félagsins, sem er þrjátíu ára, og ævarandi vináttu og frið milli Íslands og Japans.