Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í gær erindi stjórnlagaráðs um að framlengja starfstíma ráðsins um mánuð eins og heimild er fyrir í þingsályktun um skipun þess. Þetta staðfestir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Stjórnlagaráðs.
Framlengingin þýðir að störfum ráðsins mun ljúka í lok júlí í sumar með tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið en ekki í lok júní.