Svandís tekin við

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.

Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, gegn­ir nú einnig embætti mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra í stað Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, sem er byrjuð í fæðing­ar­or­lofi.

Svandís tók við embætti um­hverf­is­ráðherra þann 10. maí 2009 og mun hún áfram gegna því embætti sam­hliða embætti mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Svandís lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð 1983 og BA prófi í al­menn­um mál­vís­ind­um og ís­lensku frá Há­skóla Íslands 1989 og stundaði MA-nám í ís­lenskri mál­fræði 1989-1993.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert