Ásmundur Einar í Framsóknarflokkinn

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Kristinn

Ásmund­ur Ein­ar Daðason. alþing­ismaður hef­ur ákveðið að ganga til liðs við Fram­sókn­ar­flokk­inn. Verður hann þar með tí­undi þingmaður flokks­ins á Alþingi. 

Ásmund­ur Ein­ar sagði sig úr þing­flokki Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs 14. apríl og hef­ur síðan starfað sem óháður þingmaður.  

Á vef Tím­ans er vitnað í yf­ir­lýs­ingu frá Ásmundi Ein­ari þar sem seg­ir, að Fram­sókn hafi á und­an­förn­um tveim­ur árum tekið mjög já­kvæðum breyt­ing­um. Und­ir for­mennsku Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar hafi átt sér stað mik­il end­ur­nýj­un og flokk­ur­inn  haldið uppi  skyn­sam­leg­um mál­flutn­ingi á mörg­um sviðum.

Þá seg­ir Ásmund­ur Ein­ar, að í ljósi stefnu­festu í öðrum mál­um sé ljóst að Fram­sókn muni á næst­unni gegna for­ystu­hlut­verki í bar­átt­unni gegn ESB-aðild Íslands. En aðilda­ar­um­sókn Íslands og yf­ir­stand­andi viðræður voru helstu ástæður sem Ásmund­ur Ein­ar til­greindi þegar hann sagði sig úr þing­flokki VG.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert