Ásmundur Einar í Framsóknarflokkinn

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Kristinn

Ásmundur Einar Daðason. alþingismaður hefur ákveðið að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn. Verður hann þar með tíundi þingmaður flokksins á Alþingi. 

Ásmundur Einar sagði sig úr þingflokki Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs 14. apríl og hefur síðan starfað sem óháður þingmaður.  

Á vef Tímans er vitnað í yfirlýsingu frá Ásmundi Einari þar sem segir, að Framsókn hafi á undanförnum tveimur árum tekið mjög jákvæðum breytingum. Undir formennsku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafi átt sér stað mikil endurnýjun og flokkurinn  haldið uppi  skynsamlegum málflutningi á mörgum sviðum.

Þá segir Ásmundur Einar, að í ljósi stefnufestu í öðrum málum sé ljóst að Framsókn muni á næstunni gegna forystuhlutverki í baráttunni gegn ESB-aðild Íslands. En aðildaarumsókn Íslands og yfirstandandi viðræður voru helstu ástæður sem Ásmundur Einar tilgreindi þegar hann sagði sig úr þingflokki VG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert