Eggjataka og veiðar verði takmörkuð

Svandís Svavars­dótt­ir,  um­hverf­is­ráðherra, hef­ur beint þeim til­mæl­um til land­eig­enda og hand­hafa hlunn­inda­korta að eggja­taka og hlunn­inda­veiðar á svart­fugli í sum­ar verði tak­markaðar eða felld­ar niður á þessu ári vegna lé­legs ástands fugla­stofn­anna og fæðubrests und­an­far­in ár.

Ráðuneytið seg­ir, að frek­ari aðgerðir verði skoðaðar í kjöl­farið í sam­ráði við vís­inda­menn, stofn­an­ir og hags­munaaðila til þess að tryggja betri viðgang sjó­fugla­stofna og sjálf­bær­ar veiðar á þeim.

Þá hef­ur Svandís ákveðið, í kjöl­far ábend­ing­ar frá Fugla­vernd og á grund­velli upp­lýs­inga um lé­legt ástand margra sjó­fugla­stofna, að skoða hvort ástæða sé til þess að tak­marka veiðitíma á lunda og fleiri teg­und­um svart­fugla á vor­in.

Veru­leg fækk­un hef­ur verið í nokkr­um stofn­um sjó­fugla og segja má að hrun hafi verið í lunda­stofn­in­um. Lé­leg­ur varpár­ang­ur hef­ur verið hjá lunda, sér­stak­lega á sunn­an­verðu land­inu, sl. 4-5 ár og í fyrra varð al­gjör viðkomu­brest­ur í lunda­varpi á Suður­landi. Stutt­nefju hef­ur fækkað um allt land og álku og lang­víu um sunn­an- og vest­an­vert landið, en stofn­ar þeirra hafa haldið nokkuð í horf­inu um norðan­vert landið.

Or­sak­ir fækk­un­ar og viðkomu­brests sjó­fugla virðast að mestu leyti vera vegna fæðuskorts, en fugl­arn­ir lifa einkum á sandsíli og loðnu. Hrun varð á sandsíla­stofn­in­um árið 2000 og hef­ur hann ekki náð sér á strik síðan. Loðnu­stofn­inn hef­ur verið í lægð sl. ára­tug og breyt­ing­ar hafa verið á göngu­mynstri loðnunn­ar. 

Frek­ari aðgerðir til að vernd­un­ar stofn­um svart­fugla eru í skoðun, s.s. að setja regl­ur um hlunn­inda­veiði og nýt­ingu að sum­ar­lagi, stækka vernd­ar­svæði í kring­um fugla­björg og heim­ila ekki söfn­un eggja til dýrag­arða. Einnig verður skoðað hvort ástæða sé til þess að tak­marka veiðitíma annarra teg­unda sjó­fugla, en heim­ilt er nú að veiða fýl, díla­skarf, hettu­máf, hvít­máf, ritu og toppskarf frá 1. sept­em­ber til 15. mars.

Vilja ekki leyfa lunda­veiði

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka