Einungis sérmenntaðir heilbrigðisstarfsmenn skrifi upp á tóbak fyrir tóbaksfíkla

Tóbak er ávanabindandi fíkniefni og krabbameinsvaldandi.
Tóbak er ávanabindandi fíkniefni og krabbameinsvaldandi. ap

Samkvæmt tillögum Læknafélagsins verða skilyrði þess að fá að kaupa tóbak að viðkomandi hafi sannanlega farið tvisvar í meðferð við tóbaksfíkn og hann vilji hætta en geti það ekki.

Þegar svo er komið getur viðkomandi fengið uppáskrifaða ávísun til kaupa á tóbaki sem einungis yrði selt í apótekum. Tóbaksfíklar verði að leita til lækna, eða annarra heilbrigðisstarfsmanna, sem hlotið hafi sérmenntun í meðhöndlun fíkla.

Þeir einir verða til þess bærir að geta ávísað á tóbak, samkvæmt tillögum Læknafélagsins, sem fjallað er nánar um í Morgunblaðinu í dag.

„Tóbak er ávanabindandi fíkniefni og krabbameinsvaldandi og hvers vegna á að vera að dreifa slíkum efnum um allar grundir í óvörðu umhverfi? Reynum að halda þessum efnum frá samfélaginu,“ segir Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands. Hún er bjartsýn á nýtt frumvarp um tóbaksvarnir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert