Heldur sínu striki gegn áfengisauglýsingum

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur ekki ástæðu til að hverfa frá áformum um algjört bann við áfengisauglýsingum þótt Svíar séu á undanhaldi með sína stefnu í þeim málum.

„Þótt við viljum lifa í góðri sátt við alla sem eiga hlut að máli er þetta spurning um val. Ætlarðu að hlusta á foreldrasamtökin, sem fagna þessu frumvarpi, og á þá sem halda fram lýðheilsusjónarmiðum, eða ætlarðu að hlusta á framleiðendur?“ spyr Ögmundur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „Þú verður að velja aðra hvora stefnuna.“

Í Morgunblaðinu í gær var rætt við sænskan áfengiseftirlitsmann sem segir þarlenda málamiðlun virka og auka samstarfsvilja áfengisframleiðenda og innflytjenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert