Hluti sólu myrkvaður

Deildarmyrkvinn séður frá Suðurnesjum í kvöld.
Deildarmyrkvinn séður frá Suðurnesjum í kvöld. vf.is/Hilmar Bragi

Deild­ar­myrkvi á sólu varð í kvöld og sást á nokkr­um stöðum hér á landi, þar á meðal í Reykja­nes­bæ þar sem þessi mynd var tek­in. Myrkvinn sást hins veg­ar ekki vel á höfuðborg­ar­svæðinu vegna skýja.

Myrkvinn hófst klukk­an 21:14 og náði há­marki klukk­an 22:01 og huldi tunglið þá um 46% af þver­máli sól­ar.

Við deild­ar­myrkva hyl­ur tunglið sól­ina að hluta. Þeir eru nokkuð al­geng­ir og verða á nokk­urra ára fresti. Síðast sást deild­ar­myrkvi á Íslandi árið 2008  og næsti al­menni­lega deild­ar­myrkvinn verður árið 2015 og mun tunglið þá hylja meira en helm­ing sól­ar­inn­ar. Al­myrkvi á sólu sást síðast á Íslandi árið 1954 og verður sá næsti 12. ág­úst árið 2026. 

Mynd­skeiðið hér að neðan tók  Sæv­ar Hans­son í Hvera­gerði af upp­hafi myrkv­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert