Hvergi næði til að leggja ólöglega

Lögreglan sektar eigendur bíla sem lagt hefur verið ólöglega.
Lögreglan sektar eigendur bíla sem lagt hefur verið ólöglega.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarin ár sektað fólk unnvörpum fyrir að leggja ólöglega í grennd við íþróttaleikvanga og fjölskylduhátíðir. Sektargjöldin renna í bílastæðasjóð til að fjármagna og reka bílastæðahús sé um brot í Reykjavík að ræða, annars renna þau í ríkissjóð, að sögn Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra.

Stefán segir í Morgunblaðinu í dag, að ekki verði slakað á 17. júní eða á Menningarnótt. Ekki sé hægt að skjóta sér á bak við gamla hefð fyrir því að brotin séu lög. Og lögreglan hafi varað fólk við.

„Okkur er falið að halda uppi lögum og reglu á þessu sviði eins og öðrum,“ segir Stefán. „Á síðustu Menningarnótt auglýstum við mjög grimmt að fólk ætti að nota lögleg bílastæði. Við sektuðum þá sem lögðu ólöglega og létum draga á brott þá bíla sem ollu hættu.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka