Velferðarráðuneytið segir, að unnið sé að nánari útfærslu yfirlýsingar, sem gefin var í tengslum við gerð kjarasamninga, um að bætur almannatrygginga verði endurskoðaðar með hliðsjón af niðurstöðum samninganna þannig að lífeyrisþegar og atvinnulausir njóti hliðstæðra kjarabóta og samið var þar um
Ráðuneytið vinnur að þessari endurskoðun með Tryggingastofnun ríkisins. Sameiginleg kynning velferðarráðherra, Vinnumálastofnunar og Tryggingastofnunar á áhrifum þessarar kjarabóta verður í byrjun næstu viku.