Segir „umræðufasisma“ á Íslandi

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fer hörðum orðum á heimasíðu sinni í dag um þjóðfélagsumræðuna í kjölfar bankahrunsins. Segir hún umræðuhefð Íslendinga hafa látið mikið á sjá eins og sálarástand þjóðarinnar almennt.

„Umburðarlyndi fyrir skoðun er ekkert, upphrópanir og fordæmingar daglegt brauð, viðbitið  er persónuárásir og níð um náungann. Um leið fellur verðgildi sjálfs tungutaksins. Með versnandi orðbragði dofna blæbrigði málsins og tilfinning manna fyrir dýpri merkingu sömuleiðis,“ segir Ólína.

Fyrirsögn pistilsins er „Umræðufasismi“ og segist Ólína hafa valið hana til þess að undirstrika viðfangsefni hans. Fyrir þremur árum hefði slík fyrirsögn sennilega valdið uppnámi en geri það hins vegar ekki í dag.

„Hitt er svo annað mál – sem mér þykir eiginlega verra – að fyrirsögnin er sönn. Hún lýsir einmitt því sem um er að vera í þjóðmálaumræðu dagsins. Hún sannar það sem löngum hefur verið vitað að margur sér flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin,“ segir Ólína.

Heimasíða Ólínu Þorvarðardóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert