Skipað í fjölmiðlanefnd

Eiríkur Jónsson.
Eiríkur Jónsson.

Menntamálaráðherra hefur skipað í fjölmiðlanefnd samkvæmt nýsamþykktum fjölmiðlalögum. Fyrsti formaður nefndarinnar er Eiríkur Jónsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Fimm manns sitja í nefndinni, tveir skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar, einn samkvæmt tilnefningu Blaðamannafélagsins, einn samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins og ráðherra skipar sjálfur einn mann sem er formaður.

Varamaður Eiríks er Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur Jafnréttisstofu og fjölmiðlafræðingur.

Aðrir í nefndinni eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem skipaður er jafnframt varaformaður og  Þorgerður Erlendsdóttir dómari, sem eru skipuð samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar. Varamenn þeirra eru Marteinn Másson og Hulda Árnadóttir.

Aðalmaður í nefndinni samkvæmt tilnefningu Blaðamannafélagsins er Arna Schram fyrrum formaður BÍ, og varamaður hennar er Björn Vignir Sigurpálsson, formaður siðanefndar BÍ. Aðalmaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins er Salvör Nordal hjá Heimspekistofnun HÍ og nefndarmaður í Siðanefnd BÍ, en varamaður hennar er Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert