Stórum áfanga náð

Þór nýmálaður í Síle.
Þór nýmálaður í Síle. mynd/Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan segir að stórum áfanga hafi verið náð í smíði varðskipsins Þórs. Síðdegis í gær hafi borist þær fréttir frá starfsmönnum Gæslunnar í Síle að Þór hafi flotið nýmálaður úr kví ASMAR-skipasmíðastöðvarinnar.

Gæslan segir að framundan séu sjó- og togprófanir sem muni standa yfir til loka júlímánaðar. Að því loknu fari Þór í flotkví til botnhreinsunar og lokamálunar.

Þá taki við hallaprófanir sem séu síðasti verkþáttur í smíðaáætlun skipsins sem áætlað sé að afhenda 1. september nk. Stefnt sé að því að Þór komi til Íslands 30. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert