Taka Ásmundi Einari fagnandi

Ásmundur Einar Daðason að merkja fé í fjárhúsunum á Lambeyrum.
Ásmundur Einar Daðason að merkja fé í fjárhúsunum á Lambeyrum. mbl.is/Helgi Torfason

Stjórn Framsóknarfélags Þingeyinga segist bjóða Ásmund Einar Daðason, þingmann,
velkominn í Framsóknarflokkinn og fagnar því að hann velji að starfa að
stefnumálum flokksins landi og þjóð til heilla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórni Framsóknarfélags Þingeyinga.

„Framsóknarflokkurinn hefur barist fyrir leiðréttingu á skuldum heimila og fyrirtækja, sýnt öflugan málflutning í málefnum landsbyggðarinnar, sýnt stefnufestu í málum tengdum Icesave og mótað ákveðna stefnu varðandi aðildarumsókn Íslands að ESB svo dæmi séu nefnd. Stjórn Framsóknarfélags Þingeyinga fagnar því að Ásmundur Einar Daðason kjósi að vinna m.a. að þessum mikilvægu málum innan Framsóknarflokksins.“

Eins og fram hefur komið gekk Ásmundur Einar Daðason í dag til liðs við Framsóknarflokkinn og verður þar með tíundi þingmaður flokksins á Alþingi.

Ásmundur Einar sagði sig úr þingflokki Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs 14. apríl og hefur þar til nú starfað sem óháður þingmaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert