Þrekvirki við endurreisn banka

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í ræðustóli á Alþingi.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í ræðustóli á Alþingi. Mbl.is/Golli

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra bað þing­heim að hug­leiða hversu mikið var í húfi árið 2009 að end­ur­reisn viðskipta­bank­anna þriggja yrði kláruð, lang­vinn­um mála­ferl­um væri bægt frá og full­fjár­magnaðir bank­ar gætu farið að sinna sínu hlut­verki. Hann flutti nú í morg­un skýrslu sína um end­ur­reisn viðskipta­bank­anna.

„Árið 2009 vor­um við gagn­rýnd fyr­ir taf­ir, og að þetta gengi of hægt. Nú heyr­ist mér þing­menn segja að þetta hefði mátt liggja flatt á hliðinni á meðan staðið væri í mála­ferl­um árum sam­an," sagði Stein­grím­ur.

„Hvað var verið að gera uppi á Íslandi árið 2009? Hér var verið að byrja að vinna úr 4., 8. og 9. stærsta gjaldþroti ver­ald­ar­sög­unn­ar. Mér er sagt að Kaupþing hafi verið 4. stærsta gjaldþrot sög­unn­ar.“

Sagði Stein­grím­ur að þessi mál hafi nú verið leidd í höfn til heilla fyr­ir ís­lenska ríkið og ís­lenska hags­muni og að hann væri al­ger­lega óhrædd­ur við að þessi aðgerð væri skoðuð í grunn­inn og gagn­rýnd. „Hér hef­ur verið unnið meira eða minna unnið þrek­virki við að koma þessu í höfn á þó ekki meiri tíma en á réttu einu ári," sagði Stein­grím­ur.

Ræða Stein­gríms fjallaði um skýrslu sem lögð var fram á Alþingi 31. mars síðastliðinn en ekki hef­ur gef­ist færi á að ræða fyrr en nú. Í ræðunni lagði Stein­grím­ur höfuðáherslu á að í umræðu um skýrsl­una hefði verið farið með marg­ar rang­færsl­ur og mis­skiln­ing um end­ur­reisn bank­anna. Sagði hann að leiðin hefði verið mörkuð með neyðarlög­un­um 6. októ­ber 2008, þar sem Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, ekki rík­is­stjórn­inni, hefðu verið fengn­ar víðtæk­ar vald­heim­ild­ir til að yf­ir­taka fjár­mála­fyr­ir­tæki og ráðstafa eign­um þeirra og skuld­um, auk þess sem yf­ir­lýs­ing hefði verið gef­in um trygg­ingu allra inni­stæðna í bönk­um.

Raun­sönn skýrsla og ekki póli­tísk í eðli sínu

,,Skýrsl­an er að mínu mati eins raun­sönn og grein­argóð skýrsla um þessa aðgerð og kost­ur er. Hún er sam­in með því hug­ar­fari að vera fyrst og fremst upp­lýs­andi gagn. Ekki póli­tísk í eðli sínu, en auðvitað yf­ir­far­in af mér og á mína ábyrgð,“ sagði hann.

Rakti Stein­grím­ur að FME hefði ákveðið að við ráðstöf­un eigna og skulda til nýrra færi fram mat á mis­mun eigna og skulda, og nýr banki gæfi út skulda­bréf til þess gamla.

„Í bréfi stjórn­valda til stjórn­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins frá 3. nóv­em­ber 2008 sbr. breyt­ingu á 9. tl. yf­ir­lýs­ing­ar frá 15. nóv­em­ber 2008, lýsa ís­lensk stjórn­völd þeim atriðum sem eru til grund­vall­ar við flutn­ing eigna og skulda frá göml­um bönk­um til nýju bank­anna. Að það sé lyk­il­atriði að nýju bank­arn­ir greiði sann­v­irði fyr­ir þær eign­ir sem flutt­ar voru frá gömlu bönk­un­um," sagði Stein­grím­ur.

Þar hefði komið fram að stjórn­völd myndu tryggja að lána­drottn­um og kröfu­höf­um yrði sýnd sann­gjörn meðferð sem væri lög­um sam­kvæm.

Samið um lægra verð á yf­ir­færsl­unni en upp­haf­lega var talið

Til að fram­kvæma óháð mat á þessu voru Deloitte í Lund­ún­um og Oli­ver Wym­an feng­in til að taka það út í des­em­ber 2008 var ljóst að matið yrði ekki tala, held­ur bil, rakti Stein­grím­ur. Þá yrði ljóst að FME gæti ekki notað matið til að verðleggja yf­ir­færsl­una, held­ur þyrfti að semja um verð henn­ar. Ef samn­ing­ar næðust ekki þyrfti FME að ákveða greiðsluna upp á sitt eins­dæmi.

„Það varð að sjá til þess að sann­gjarnt gjald kæmi fyr­ir eigna­yf­ir­færslu. Hliðstætt dæmi get­um við kallað eign­ar­nám, þar sem greiða verður fyr­ir sam­kvæmt óháðu mati, en ekki sam­kvæmt ein­hliða ákvörðun þess sem tek­ur eign­ina yfir. Það gengi ekki, eða þá verðum við að minnsta kosti að af­nema stjórn­ar­skrána fyrst," sagði Stein­grím­ur.

Sagði Stein­grím­ur að upp­haf­legt mat á verðmæti yf­ir­færsl­unn­ar hafi verið 2.886 millj­arðar króna. Verðmat Deloitte hefði svo verið á bil­inu 1.880 til 2.200 millj­arðar króna. „Það sem samið var um að lok­um voru 1.760 millj­arðar, sem svar­ar um 56% af fyrra eigna­mati og hug­mynd­ir um verð eign­anna virðast því hafa verið hærri á síðari hluta árs 2008 en samið var um að lok­um," sagði Stein­grím­ur.

Stein­grím­ur minnti á að þess­ir samn­ing­ar hefðu verið staðfest­ir af Alþingi í des­em­ber 2009, þegar lög­fest­ar voru heim­ild­ir fyr­ir fjár­málaráðherra í tengsl­um við þess­ar ráðstaf­an­ir. Þá hafi frum­varp um það verið samþykkt eft­ir stutta umræðu með aðeins fjór­um mót­atkvæðum.

Hann lagði áherslu á að af­slátt­ur­inn við yf­ir­færsl­una til nýju bank­anna sé að skila sér til viðskipta­manna bank­anna og sömu­leiðis hafnaði hann því að er­lend­ir kröfu­haf­ar sem eig­end­ur myndu gagna harðar fram gegn viðskipta­mönn­um Ari­on og Íslands­banka en ís­lensk­ir eig­end­ur hefðu gert. Þeir vildu há­marka verðmæti sinna banka til þess að geta selt hlut sinn inn­an fárra ára. For­senda þess væri sterk­ur hóp­ur viðskipta­manna.

Þar að auki væri eign­ar­haldið í gegn­um skila­nefnd­ir og eld­vegg­ir væru á milli kröfu­haf­anna og stefnu bank­anna gagvart skuld­ur­um.

Skýrsl­an fjár­málaráðherra var fyrsta mál á dag­skrá þing­fund­ar nú í morg­un, en fund­ur­inn hófst klukk­an tíu.  Aðeins eru tvö mál á dag­skrá þings­ins í dag en hið síðara er hið svo­kallaða minna kvótafrum­varp Jóns Bjarna­son­ar, um stjórn fisk­veiða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert