„VG eins og gólfmotta“

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra bregður á leik með nefndarmönnum í utanríkismálanefnd …
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra bregður á leik með nefndarmönnum í utanríkismálanefnd eftir fundinn um Líbíu. mbl.is/Árni Sæberg

Enginn samhugur er í ríkisstjórn um hvort Ísland eigi að styðja áframhaldandi aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í Líbíu. Þetta segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Eru ráðherrar og þingmenn VG þeim mótfallnir en Össur Skarphéðinsson og fulltrúar Samfylkingar í utanríkismálanefnd fylgjandi.

Fastaráð Nató fundar í dag og verður þar tekin ákvörðun um hvort hernaðarbandalagið eigi að halda áfram að fara með yfirstjórn hernaðaraðgerða í Líbíu. Kynnti utanríkisráðherra málið í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd í gær en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er afstaða hans sú að hann vilji ekki að Ísland standi í vegi fyrir frekari aðgerðum.

Segist Ögmundur hafa þurft að fara af ríkisstjórnarfundi í gærmorgun en hann hafi náð að hlýða á skýrslu utanríkisráðherra. „Ég lýsti andstöðu minni við þessi áform og ég hygg að samsvarandi afstaða hafi komið fram hjá öðrum ráðherrum VG á fundinum,“ segir hann.

Svo virðist sem í landinu sé ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um nein alvörumál, að sögn Bjarna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert