Á Snæfellsjökul í hjólastól

Leifur í skíðahjólastólnum.
Leifur í skíðahjólastólnum.

Leifur Leifsson ætlar að fara, ásamt sjálfboðaliðum úr Flugbjörgunarsveit
Reykjavíkur, á topp Snæfellsjökuls. Leifur hefur verið bundinn við hjólastól frá fæðingu. 

Fyrirhugað var að Leifur færi á Hvannadalshnjúk um síðustu helgi en eldgos stöðvaði för hans og óvíst er að aðstæður séu hagstæðar á næstu vikum fyrir skíðahjólastól Leifs. Því hefur hann ákveðið að fara upp á topp
Snæfellsjökuls, Heklu, Kaldbak, Skálafell og Esjunar til að halda sér í formi þangað til að Hnjúkurinn verður fær.

Hægt er að fylgjast með ferð Leifs á topp Snæfellsjökuls á vefnum http://hh.sof.is/ þar sem reglulegar færslur frá Leif birtast. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka