Fjörutíu sagt upp hjá Hafnarfjarðarbæ

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði.

Fjörutíu einstaklingum sem störfuðu við ræstingar í þremur grunnskólum Hafnarfjarðar hefur verið sagt upp. Að sögn upplýsingafulltrúa bæjarins var þó enginn í 100% stöðu og einhverjir unnu önnur störf við viðkomandi skóla. Um er að ræða hluta af hagræðingu hjá bænum.

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir að tvöfalt kerfi hafi verið við lýði í bænum þegar kemur að ræstingum. Nokkur ár eru síðan bærinn hóf að bjóða út ræstingar í grunnskólum bæjarins og eru þrír skólar eftir, Víðistaðaskóli, Öldutúnsskóli og Setbergsskóli. Ræstingafólki í þeim skólum var sagt upp.

Steinunn segir að ræstingarnar í umræddum skólum verði boðnar út á næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert