Fylgi stjórnarinnar eykst

Ríkisstjórnin á fundi.
Ríkisstjórnin á fundi. mynd/bb.is

Um 37% kjósenda segist styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Útvarpsins. Er það  þremur prósentum  meiri stuðningur en fyrir mánuði. 

Fylgi flokkanna breytist ekki mikið milli mánaða. Þó bætir Samfylkingin við sig tveimur prósentum og mælist 23%. Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar um tæpa prósentu og mælist 35%.

Fylgi Framsóknarflokksins og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist 16% og 4% segjast ætla að kjósa Hreyfinguna. Rúm 6% segjast ætla að kjósa aðra flokka. 

14% sögðust ekki taka afstöðu eða vildu ekki gefa hana upp og 15% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa ef alþingiskosningar væru nú. 

Vefur Ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert