Gífurlegur samdráttur í umferð

Umferð um Suðurlandsveg.
Umferð um Suðurlandsveg.

Gífurlegur samdráttur er í umferð á þjóðveginum á Hellisheiði milli ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vegagerðarinnar en samkvæmt þeim fóru 22% færri bílar um veginn í maí en í sama mánuði í fyrra.

Sé litið á þróunina eftir landshlutum kemur í ljós að samdrátturinn milli mánaða er mestur á Suðurlandi eða 19,9%, 15,1% á Vesturlandi, 13,4% á Norðurlandi, 12,7% á Austurlandi og 4,5% á höfuðborgarsvæðinu.

Sé litið til uppsafnaðs aksturs frá áramótum er samdrátturinn ívið minni eða 17,8% á Suðurlandi, 10,3% á Vesturlandi, 7,4% á Norðurlandi, 6,5% á Austurlandi og 6,2% á höfuðborgarsvæðinu, þar sem aksturinn raunar eykst.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að miðað við spá Vegagerðarinnar stefnir í metsamdrátt umferðarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka