Handtekinn í Taílandi

Frá Bangkok.
Frá Bangkok. Reuters

Ungur íslenskur karlmaður  hefur verið handtekinn í Bangkok í Taílandi, grunaður um fíkniefnabrot. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins.

Útvarpið sagði að maðurinn væri 25 ára gamall, búsettur á Íslandi en ætti taílenska kærustu og hefði dvalið að undanförnu í Taílandi.

Haft var eftir móður mannsins, að hann hefði verið á gangi á mánudag ásamt unnustu sinni og öðrum áströlskum karlmanni þegar lögregla stöðvaði þau. Amfetamín hefði fundist á hinum manninum. 

Móðirin sagði að sonur hennar hefði verið úrskurðaður í 3 mánaða gæsluvarðhald. Hann væri ekki kominn með verjanda en ræðismaður Íslands væri að vinna í málinu. Sonur hennar hefði ekki fengið að hringja og hún hefði ekki heyrt í honum en væri í sambandi við unnustuna. 

Uppfært kl. 18:32

Fram kom í fréttum Stöðvar 2, að maðurinn heitir Brynjar Mittan Mettinisson. Þar sagði Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars, að hann hefði sætt slæmri meðferð í fangelsinu en hún tryði á sakleysi hans.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur ráðuneytið reynt að ná sambandi við manninn í gegnum ræðismann Íslands í Taílandi.

Utanríkisþjónustan gegnir afar þýðingarmiklu hlutverki í tilvikum sem þessu en oftast fara samskipti við íslenska fanga erlendis í gegnum ræðismenn sem einnig útvega viðkomandi einstaklingum lögmannsþjónustu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert