Óvíst um þinglok

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins (t.h), vill sjá önnur mál en …
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins (t.h), vill sjá önnur mál en bara sjávarútvegsmál á dagskrá þinsins fyrir þinglok. mbl.is

Mörg mál eru á dagskrá þingsins þótt stutt sé í þinglok. Enn hefur ekki tekist að landa samkomulagi um hvenær þau verða en þingflokksformenn funduðu oft í gær, síðast eftir miðnætti en þingfundur stóð til rúmlega eitt í nótt. Þá lauk fyrstu umræðu um frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, minna frumvarpið svokallaða. Til stendur að taka stærra frumvarpið á dagskrá á morgun.

Sennilega eru ekki nema þrír heilir þingdagar eftir: Föstudagur, mánudagur og þriðjudagur. Þá er gert ráð fyrir eldhúsdagsumræðum á miðvikudaginn og þinglokum á fimmtudag.

Sjávarútvegsmálin yfirskyggja störfin

 „Ef ætlunin er að keyra sjávarútvegsmálin áfram á fullum þunga þá yfirskyggja þau allt annað hætt er við að ekkert annað komist á dagskrá,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við mbl.is. Hann bendir á að tugir mála bíði afgreiðslu og því þurfi mögulega að semja um að skjóta öðrum málum inn á milli.

Birgir segir að listi stjórnarandstöðunnar yfir þau mál sem þurfi helst að klára fyrir þinglok sé miklu styttri en listi stjórnarflokkanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert