Skerðingin svarar til 150 starfa

Vestmannaeyjahöfn.
Vestmannaeyjahöfn. mbl.is/GSH

Afla­heim­ild­ir Eyja­manna skerðast um sem svar­ar til starfa fyr­ir 150 manns við veiðar og vinnslu, verði fisk­veiðistjórn­un­ar­frum­vörp rík­is­stjórn­ar­inn­ar að veru­leika. Sam­tals er um að ræða skerðingu upp á 15.500 þorskí­gildi á fimmtán árum, þar af 7.500 þorskí­gildi strax á fyrsta ári.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi Útvegs­bænda­fé­lags Vest­manna­eyja og Útvegs­manna­fé­lags Aust­fjarða í Sjó­minja­safn­inu í Reykja­vík nú fyr­ir stundu. Á fund­in­um kynntu fé­lög­in út­reikn­inga um áhrif kvótafrum­varpa rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Fjarðarbyggð og í Vest­manna­eyj­um.

Útreikn­ing­arn­ir miðast við 600 þúsund þorskí­gildi, meðaltal afla­heim­ilda 14 sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í Vest­manna­eyj­um, í tvo ára­tugi.

Þessi skerðing svar­ar til sam­an­lagðra afla­heim­ilda tíu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja af fjór­tán í Útvegs­bænda­fé­lagi Vest­manna­eyja.

Fulltrúar útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins kynna niðurstöðurnar.
Full­trú­ar út­vegs­manna og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins kynna niður­stöðurn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert