Skiptir í tvö horn með tíðarfarið í maí

Fallegt sólsetur og snjór í Kópavogi í maímánuði.
Fallegt sólsetur og snjór í Kópavogi í maímánuði. mbl.is/Ómar

Í maí­mánuði eru lands­menn oft farn­ir að bíða óþreyju­full­ir eft­ir sumr­inu. Vorið virt­ist ætla að verða gott í upp­hafi mánaðar­ins en vet­ur­inn bankaði aft­ur upp á og leit í stutta heim­sókn er á mánuðinn leið.

Það skipti al­gjör­lega í tvö horn með tíðarfarið í nýliðnum maí­mánuði sam­kvæmt yf­ir­liti Trausta Jóns­son­ar veður­fræðings.

Hiti var langt yfir meðallagi fyrstu tíu dag­ana í maí og vel yfir því fram til hins 19. Þá kólnaði veru­lega, sér­lega kalt var í nokkra daga og svöl tíð hélst til mánaðamóta. Eins og skemmst er að minn­ast gerði norðaná­hlaup dag­ana 23. og 24. maí og snjóaði þá víða norðan­lands og aust­an.

Í um­fjöll­un um veðurfar maí­mánaðar í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að lægsti hiti mánaðar­ins mæld­ist -13,8 stig á Brú­ar­jökli hinn 25. maí. Er það lægsti hiti sem mælst hef­ur á land­inu þenn­an ákveðna dag mánaðar­ins. Eins var með lægsta hita í byggð sem mæld­ist sama dag -8,2 stig á Gríms­stöðum á Fjöll­um. Hæsti hiti í mánuðinum mæld­ist 18,4 stig á Þing­völl­um hinn 8. maí. Meðal­hiti í maí var hæst­ur í Skafta­felli, 7,3 stig. Lægst­ur var hann í byggð 2,3 stig í Möðru­dal.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert