Íslendingar reiða sig meira á foreldra sína en þeir gerðu fyrir um aldarfjórðungi.
Þeir treysta hver öðrum minna en fyrir fimm árum, traust þeirra á opinberum stofnunum eins og dómskerfinu, Alþingi, stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum hefur minnkað til muna frá 2005 og þeir eru virkari í sjálfboðaliðsstarfi nú en fyrir sex árum.
Þetta eru helstu niðurstöður rannsóknar sem dr. Katarzyna Growiec, kennari við félags- og mannvísindadeild Háskólans í Varsjá í Póllandi, gerði og kynnti í fyrirlestri á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskóla Íslands í gær.