Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða á Alþingi í morgun. Jón mælti fyrir frumvarpinu án þess að hagfræðinganefnd, skipuð af ráðherranum vegna málsins, hafi verið búin að skila af sér áliti nefndarinnar.