Fór af stað með skrúðgöngum

Vinkonurnar Jóhanna Kristín, Ásta Björk, Emily og Dagbjört voru glaðar …
Vinkonurnar Jóhanna Kristín, Ásta Björk, Emily og Dagbjört voru glaðar í bragði og létu smá rigningu ekkert á sig fá. Þær koma allar úr rauða hverfinu. mbl.is/Ómar

Bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hófst með miklum skrúðgöngum og fjöri nú undir kvöld. Bænum hefur verið skipt í fjögur hverfi og hvert hverfi fékk sinn lit. Hverfin hafa svo keppst um að skreyta sem best og mest. Auk þess var götunöfnum breytt og bera götur bæjarins nú allar nöfn sem tengjast hafinu á einhvern hátt, þannig heita Blómsturvellir nú Steinbítsvegur. Víða héldu bæjarbúar götugrill og gerðu sér glaðan dag saman.

Hátíðin hefur fest sig í sessi undanfarin ár. Hún verður með svipuðu sniði og í fyrra en dagskráin hefur að sögn aðstandenda aldrei verið glæsilegri sérstaklega sé mikið lagt upp úr vandaði barnadagskrá. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur mun svo halda sjómannadaginn sjálfan hátíðlegan á sunnudaginn með glæsilegri dagskrá.

Appelsínugulahverfið á skrúðgöngu sinni.
Appelsínugulahverfið á skrúðgöngu sinni. mbl.is/Ómar
Bláa hverfið
Bláa hverfið mbl.is/Ómar
Græna hverfið
Græna hverfið mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert