Fréttaskýring: Ísland á nýjum stað í hagkerfi heimsins

Bátur liggur í þurrum árfarvegi í borginni Honghu í Kína.
Bátur liggur í þurrum árfarvegi í borginni Honghu í Kína. Reuters

Takist kaffiframleiðendum að fá hvern einasta Kínverja til að drekka kaffi – og þá ekki nema einn bolla fjórða hvern dag, til hátíðabrigða – er orðinn til jafn stór markaður og í Bandaríkjunum. Taki þrír af hverjum tíu Kínverjum hins vegar upp á því að drekka einn kaffibolla daglega er markaðurinn orðinn jafn stór og vestanhafs og skiptir þá engu þótt allir hinir, tæpur milljarður Kínverja, haldi sig áfram við grænt te.

Þessi tölfræði, sem er unnin upp úr gögnum kaffifyrirtækisins SPR Coffee, útskýrir í fáum orðum hvers vegna sívaxandi eftirspurn eftir hráefnisvörum í þessu fjölmennasta ríki heims hefur orðið svo víðtæk áhrif.

Iðnframleiðsla knúin af ódýru vinnuafli og útflutningur drifinn áfram af veiku gengi júansins hefur lyft tugum, ef ekki hundruðum milljóna Kínverja upp úr fátækt.

Sú spurning vaknar því hvort Vesturlandabúar – og þá Íslendingar meðtaldir – séu að sigla inn í framtíð þar sem búast megi við því að verð á hrávörum verði hátt vegna samkeppni frá neytendum í Asíu og öðrum heimshlutum þar sem hundruð milljóna eru að komast í álnir.

Breytt staða Vesturlanda

„Ég held að þetta sé áhyggjuefni hjá mörgum. Við erum að koma úr tímaskeiði þar sem matur hefur verið alveg einstaklega ódýr í sögulegu samhengi. Sífellt minnkandi hlutur af tekjum almennings hefur farið í mat. Nú þykir mér ekki ólíklegt að sú þróun sé að snúast við.

Kaupmáttur á Vesturlöndum hefur vaxið mjög mikið á síðustu áratugum út af tiltölulega lækkandi hráefnaverði og enn frekar vegna lækkandi verðs á iðnframleiðslu.

Nú fer launakostnaður hjá ríkjum eins og Kína hins vegar hratt vaxandi. Stórfyrirtæki geta ekki flutt alla framleiðsluna hvert sem er þar sem launakostnaður er lægri, enda þurfa þau að hafa aðgang að tiltölulega vel þjálfuðu vinnuafli.

Það er takmörkunum háð hversu langt er hægt að ganga í því að lækka laun því þau fara hækkandi út um alla Asíu og mest í Kína. Þar hefur launaverðbólga verið á bilinu 10-20% um nokkurra ára skeið.

Ég hygg að áhrif Kínverja á þróun matvælaverðs í heiminum snúist fyrst og fremst um þá staðreynd að samsetning á fæðunni er önnur en hún var. Þeir borða orðið mun meira af kjöti og framleiðsla á því krefst fóðurframleiðslu,“ segir Jón Ormur.

En eins og norski sérfræðingurinn Christian Smedshaug benti á í samtali við Morgunblaðið um áramótin hefur birgðastaða á korni farið minnkandi á síðustu misserum.

Spá tvöföldun á matarverðinu

Spurður um slíkar spár bendir Marteinn Magnússon, markaðsstjóri hjá innflutningsfyrirtækinu Eggerti Kristjánssyni, á að grípa megi til ýmissa úrræða, eins og að taka gamalt ræktarland í notkun á ný, til að vega á móti skorti á framboði. Einnig geti ný svæði opnast til ræktunar, svo sem í norðri, vegna breytts loftslags.

Þá bendir Marteinn á að hrakspár um þróun matvælaframleiðslu geti reynst vatn á myllu spákaupmanna. Margir hafi orðið hag af því að veðja á að matvörur hækki frekar í verði.

Veikt gengi, dýrari matur

Marteinn tekur evruna sem dæmi og hvernig gengi hennar hafi verið 153,8 krónur á nýársdag. Nú, fimm mánuðum síðar, kosti ein evra 165,1 krónu. Þar sé á ferð veiking upp á 7,35% sem fari út í matarverðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert