Niðurstaðan tært bull

Akranes.
Akranes. www.mats.is

Harpa Hreinsdóttir, framhaldsskólakennari á Akranesi, gagnrýnir harðlega þau tvö bindi, sem komin eru út í ritverkinu Sögu Akraness. Sakar hún höfund bókanna m.a. um ritstuld og að birta myndir í heimildarleysi.

Harpa segir á bloggvef sínum, að helstu niðurstöður hennar séu þær, að meðferð heimilda sé mjög ábótavant, myndir oft rangt merktar eða notaðar í heimildaleysi, umfjöllun um landnámsmenn séu studdar vægast sagt hæpnum rökum og niðurstaðan sé, að mati Hörpu, tært bull.

Fram hefur komið, að verkið á að vera fjögur bindi en fyrstu tvö bindin, sem Gunnlaugur Haraldsson ritaði, komu út í maí. Vinna við ritun sögunnar hefur staðið yfir í fjölda ára og er kostnaður vegna verkefnisins kominn yfir hundrað milljónir króna.

Enn er óráðið hvenær síðari bindin tvö verða gefin út.

Bloggvefur Hörpu Hreinsdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka