Olíufélögin Olís, N1 og Shell hafa ekki lækkað verð á bensíni og dísilolíu líkt og Atlantsolía, ÓB og Orkan gerðu í dag.
Verð á bensíni er nú 232,10 krónur lítrinn hjá Orkunni og 0,10 krónum dýrara hjá hinum félögunum tveimur. Hjá félögunum þremur kostar dísilolía 231,10 krónur. Hjá N1, Shell og Olís er verðið í kringum 5 krónum hærra.
Ekki liggur fyrir hvort stóru félögin, N1, Shell og Olís ætli einnig að lækka eldsneytisverð. „Við erum að fara yfir málin,“ sagði Elías Bjarni Guðmundsson hjá fjármálasviði N1.