Óvarlega farið með fjármuni SGS

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir á vef félagsins, að niðurstöður skýrslu óháðra endurskoðenda og álit lögfræðinga sýni, að framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins hafi farið óvarlega með fjármuni sambandsins.

Vilhjálmur rekur í ýtarlegu máli athugasemdir sem gerðar voru við útgjöld, sem stofnað var til á síðasta ári, þar á meðal við ferðakostnað og bílastyrki, sem  Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, fékk.

Skúli lét nýlega af störfum. Kristján G. Gunnarsson lét af störfum sem formaður Starfsgreinasambandsins í febrúar vegna umræðu um störf hans sem formaður stjórnar Sparisjóðs Keflavíkur. 

Vefur Verkalýðsfélags Akraness

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert