Vefsíðugerð í verkahring saksóknara?

Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari.
Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari.

„Við gerum auðvitað engar athugasemdir út af fyrir sig við það að upplýsingar séu aðgengilegar almenningi í svona máli en það er óneitanlega dálítið einkennilegt að saksóknari taki upp á því af sjálfsdáðum að opna heimasíðu um eitt tiltekið mál.“

Þetta segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, í Morgunblaðinu í dag um nýopnaða vefsíðu saksóknara Alþingis um málshöfðun Alþingis á hendur skjólstæðingi hans.

Andri segir jafnframt að Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, virðist telja að starf hennar sé í raun sérstök stofnun. „Þetta er einhver misskilningur hjá Sigríði; hún virðist líta svo á að þetta sé eitthvert embætti Alþingis sem höfði málið. Saksóknari Alþingis er hins vegar ekki embætti heldur er Sigríður einungis kjörin til að fara með þetta tiltekna mál gegn Geir Haarde,“ segir Andri.

Andri segir jafnframt að vefsíðan beri með sér keim af áróðri. „Það hefur ekki tíðkast til þessa að saksóknari setji upp heimasíðu utan um mál sem honum þykja spennandi og þangað séu sett inn gögn sem henti honum í málinu – þetta er auðvitað dálítið áróðurskennt. Það hefði alveg komið til álita að setja upp einhvers konar heimasíðu í kringum málið, hvort sem það væri á vegum Alþingis eða hvað, en mér finnst svona frekar óeðlilegt að saksóknarinn hafi þetta frumkvæði. Einhvern veginn grunar mig þó að þessi vefsíða sé runnin undan rifjum saksóknarnefndarinnar í þinginu.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert