Verjanda velkomið að vera með

Saksóknarar Alþingis, Sigríður Friðjónsdóttir segir tilgang síðunnar að vera upplýsandi …
Saksóknarar Alþingis, Sigríður Friðjónsdóttir segir tilgang síðunnar að vera upplýsandi um gang málsins. mbl.is

Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir tilgang vefsíðu embættisins vera að almenningur og fjölmiðlar geti aflað sér upplýsinga um Landsdómsmálið. Það sem saksóknari fari með málið fyrir hönd Alþingis sé sjálfsagt að það sé á höndum embættisins að halda úti slíkri vefsíðu. 

Í tilkynningu sem Sigríður sendi frá sér í síðdegis vegna umfjöllunar um vefsíðuna segir að Andra Árnasyni, verjanda Geirs, hafi verið gefinn kostur á að koma með athugasemdir og viðbætur á síðuna og honum sé velkomið að birta þar upplýsingar. 

Fyrr í dag sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að á vefsíðu saksóknara Alþingis um málið gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi ætti einnig að gera grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða, Geirs, en ekki bara sjónarmiðum ákæruvaldsins.

Á vef saksóknara Alþingis segir um tilgang með opnun síðunnar:

„Heimasíðu saksóknara Alþingis er ætlað að gefa yfirsýn yfir landsdómsmálið á hendur fyrrverandi forsætisráðherra Geir Hilmari Haarde. Undir liðnum Alþingi gefur að líta helstu skjöl og upplýsingar um meðferð Alþingis á málinu,áður en það kom til kasta saksóknara Alþingis allt frá skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til þess er Alþingi ályktaði um að ákæra og kaus saksóknara til að fara með málið. Undir Dómum og úrskurðum má sjá úrskurði og dóma sem tengjast gagnaöflun saksóknara Alþingis allt til endanlegrar niðurstöðu í málinu. Málið geymir gögn og upplýsingar sem tengjast meðferð saksóknara Alþingis á málinu frá því hann tók við málinu eftir að  hann var kosinn. Annað skýrir sig sjálft.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka