Bensínið dýpkar kreppuna

Aldrei hefur verið jafn dýrt að aka milli Selfoss og …
Aldrei hefur verið jafn dýrt að aka milli Selfoss og Reykjavíkur og nú. mbl.is/Sigmundur

Síðustu áramót var algengt verð á bensíni hjá stóru olíufélögunum tæplega 208 krónur. Vörugjald og kolefnisgjald var síðan hækkað á nýársdag en framhaldið þarf vart að rekja.

Bensínverðið hefur hækkað stöðugt og var algengt lítraverð á 95 oktana bensíni 232 krónur í gær eftir lækkun dagsins. Jafngildir hækkunin því tæplega 12% frá gamlársdegi.

Skýr merki eru um að þessi hækkun hafi komið hart niður á verslun á Suðurlandi í vetur. Rætt er við nokkra verslunarmenn í Morgunblaðinu í dag og eru þeir flestir sammála um að erfiður vetur sé að baki.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert