Fresta álagningu skattsins en vilja fá greitt fyrirfram

Lagt til að sjóðir greiði 40%.
Lagt til að sjóðir greiði 40%. mbl.is/Golli

Meirihluti efnahags- og skattanefndar Alþingis bregst við gagnrýni á fyrirhugaða skattlagningu lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja með því að leggja til breytingar á gildistöku hennar.

Jafnframt verði hlutdeild sjóðanna í heildarkostnaðinum lækkuð í 40% (um 1,4 milljarðar) en hlutur fjármálafyrirtækjanna hækki samsvarandi. Gagnrýnt hefur verið að umrædd skattaálagning gangi gegn banni stjórnarskrár við afturvirkni skattalaga.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að í breytingartillögum nefndarinnar sé lagt til að álagningu skattsins verði frestað til ársins 2012 og ákvörðun skattstofnsins verði miðuð við árið 2011. Lífeyrissjóðunum og bönkum verði hins vegar gert að greiða fyrir fram upp í álagðan viðbótarskatt 1. nóvember 2011. Er þetta sagt vera tillaga fjármálaráðuneytisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert