Segir kenningum um landnám hrundið

Uppgröfturinn í Höfnum.
Uppgröfturinn í Höfnum. mynd/Reykjanesbær

Aldursgreining á fornleifum við Kirkjuvogskirkju í Höfnum á Reykjanesi bendir með 68% öryggi til þess að þar hafi verið búseta á tímabilinu 770 – 880. Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur, sem stýrir rannsóknunum, segir við Fréttablaðið að þetta kollvarpi hefðbundnum skýringum um landnámið, sem miðað hefur verið við árið 874. 

Segir Bjarni að hans kenning sé sú, að Ísland hafi upphaflega verið útstöð frá Norður-Evrópu, Skandinavíu eða bresku eyjunum og menn hafi komið hingað til að nýta auðlindir á borð við fugla, egg, hval og rostungstennur.

Þannig hafi búseta á Íslandi þróast úr því að vera útstöð hluta úr árinu yfir að endanlegu landnámi. 

Rannsóknin var unnin í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar 

Kirkjuvogskirkja í Höfnum.
Kirkjuvogskirkja í Höfnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka